Textamisskilningurinn mikli í Vikunni

Vikukonur drápu mig næstum í gær. Ég er ekki að grínast, ég er viss um að ef það er hægt að deyja úr hlátri þá var ég ansi nálægt því í gær og önnur ritstýran er til vitnis um það í sínu bloggi - við erum að tala um að ég vældi úr hlátri, tárin láku, ég var komin með verk aftur í hnakka af áreynslu og gat ekki komið upp einu orði. Í nýjustu Vikunni er nefnilega ansi skemmtileg opna um söngtexta, bæði erlenda og íslenska, sem hafa misskilist, t.d. hið fræga "i´m a leather face" með Natalie Imbruglia en svo fullt af misskilningi sem ég hafði aldrei heyrt áður.

Fyndnast fannst mér samt þegar mér varð ljóst að ég var "sek" um massa-misskilning sjálf, textafríkið! Textinn er úr íslenska laginu Skólaball sem Björgin Halldórsson söng fyrir margt löngu og misskilningurinn varð um þetta leyti: "... og upp að ljósastaur sér hallaði og um ennið hélt" en ég söng alltaf "upp að ljósastaur sér hallaði ofurmennið ég" - stuttu seinna er annar misskilningur sem ég spáði mikið í en held ég hafi nú oftast sungið rétt "ég missti mig og til hennar gekk" en ekki "ég missteig mig og til hennar gekk". 

Spurning hvort ég skrái mig í Singing Bee eftir að hafa orðið uppvís að svona rugli! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Do it,..... í Singing bee með þig stelpa........ Ég kem á kantinn og horfi á....

Helga Dóra, 28.8.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Hafrún Kr.

Já ég jáa Helgu Dóru.

Hafrún Kr., 28.8.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þú ert bara dúlla :o) Endilega í Singing bee með þig haha

Kristborg Ingibergsdóttir, 28.8.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ég er búin að skrá þig í Singing bee haft verður samband við þig innan skamms !!

DJÓK

En ef þú villt ........

Ómar Ingi, 28.8.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Brussan

áfram GV........væri gaman að fá eina sem er með ávana að syngja vitlausa texta...það er hrikalega fyndið

Brussan, 28.8.2008 kl. 18:47

6 Smámynd: Marilyn

Svo það sé á hreinu þá syng á ALDREI vitlausan texta!!!

nema þá þetta eina skipti

(ég valdi þennan broskall afþví að hann heitir undur og stórmerki)

Marilyn, 28.8.2008 kl. 22:15

7 identicon

HAHAHAHAHAHA ég hef líka alltaf sungið ,,ofurmennið ég"!!!!!! ómægod

Tinna . (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:10

8 Smámynd: Ella Guðný

Hehehe ég er í ofurmennahópnum... hehe :p

Ella Guðný, 30.8.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband