Færsluflokkur: Lífstíll

Nú er s.s. rétti tíminn til að fjárfesta...

... í áfengissölustað, brugghúsi eða víndreifingarkompaníi. Það er nefnilega þannig að það geta ekki allir tapað í einu. Eins dauði er annars brauð, það er bara lögmál í heiminum.

Þetta minnir mig samt á sögu úr AA-bókinni. Verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi í kreppunni og sumir hentu sér fram af háum byggingum í stað þess að feisa tapið. Söguhetjan var ekki aldeilis á því heldur hellti sér í drykkjuna af fullum krafti. Skítt með kreppuna, dettum í'ða!

Kannski er líka rétti tíminn til að fjárfesta í útfararstofum, partasölum, skilnaðarlögfræðingastofum, sálfræðistofum og jafnvel kennslustofnunum. Það er alltaf hægt að græða einhversstaðar. 


mbl.is Viðskipti aukast á börum á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að nýta allt

Við þekkjum enn þá eistun af því að við höfum haldið traustataki (þó misfast) í þorramatinn og súpum því ekki hveljur yfir eistabókum. Hins vegar hefur fleira verið nýtt af blessuðum skepnunum en eistun og má þar t.d. nefna leg, júgur og lungu.

Eftirfarandi texti er úr bókinni Íslensk matarhefð sem skrifuð er af Hallgerði Gísladóttur:

"Um síðustu aldamót [1900] var helst þekkt að matreiða leg úr kúm og kindum í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Voru þau þá rist, skafin, soðin og súrsuð. Kindaleg, kallað krókasteik eða krókastykki, var einnig brytjað og haft til að drýgja blóðmör eða lundabagga." (bls. 135)

Leg og júgur eru s.s. ekki ný af nálinni en við höfum tapað þeim niður öfugt við eistun.

Kannski verður einhvern tíma til kvenleg kokkabók sem einblínir á kvenlega parta. Meðal rétta yrðu t.d. Lambalegstrimlar "oriental" með wok-grænmeti, djúpsteiktir eggjastokkar með brjóstamjólkursósu, BBQ kúajúgur "American style" með bökuðum kartöflum og maís, Steiktir spenar á eggaldinmauki (forréttur) og "HOT" svínsjúgur fyllt með mexíkóskum hrísgrjónum og krydduðu grænmeti ásamt salsasósu og guacamole.

 Að lokum fylgir hér smá úr sömu bók sem mér fannst fyndið:

"Heimildarmaður í Dalasýslu, f. 1932, hafði það eftir eldri systkinum sínum að faðir þeirra hefði hirt allar afhöggnar kindarófur í sláturhúsinu þar sem hann vann og komið með heim um helgar. Þá var elduð "rófukjötsúpa" og þótti dýrindi." (bls. 135) 


mbl.is Karlmannleg kokkabók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkrahúsmatur

Er ég ein um að skilja ekki hvað þessi tilfæring hefur í för með sér fyrir venjulega borgara sem þurfa að leita til sjúkrastofnana?

Hvað um það... í dag er ég að fíla mig sem hálfgert tryggingastofnana-keis eða sjúkrahúsmat. Var að koma úr mæðraeftirliti þar sem ég var í alveg ótrúlega langan tíma. Fyrst hjá ljósmóður, svo í viðtali við lækni og svo í blóðprufu. Fékk hjá lækninum beiðni um sjúkraþjálfun því ég er með grindargliðnun (fyrir utan auðvitað að vera löggiltur vesalingur ;) og fæ tíma hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Á morgun er ég svo að fara í viðtal hjá öðrum lækni vegna annars máls. Helst þyrfti ég líka að hitta húðsjúkdómafræðing því  mig klæjar svo ægilega í andlitið (líklega nýja andlitskremið mitt) og er með exem á puttanum. 

já svona hljómar sorgar-sjúkrasagan mín. Líklega ekkert svakaleg miðað við marga en það á ekki alveg við mig að vera í stanslausum heimsóknum hjá fagaðilum í heilbrigðisgeiranum, ég er nú ekki orðin þrítug einu sinni.  


mbl.is Sjúkratryggingar í nýrri stofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haus - laus

Ég nenni einhvern veginn ekki að tjá mig um "þjóðmálin" - fór samt að hlæja þegar ég sá forsíðu DV í morgun "HEFND DAVÍÐS". Greinilegt að ég og ritstjórn DV hugsum á svipuðum nótum hvað þessi glitnis/seðlabankamál varðar.

Ég er núna komin 24 vikur í þessum barnabakstri og líður sæmilega fyrir utan grindargliðnun. Ég finn líka að hreyfingarleysi síðastliðinna 2-3 ára er að bíta mig í rassinn því ég er rýr og vöðvalaus og þakka fyrir að hafa þetta val að komast í keisara því ég sé ekki fyrir mér í dag að ég hefði kraft til að remba út einum krakka.

Horfði á Dr. Phil í gær og hann var eitthvað að vesenast með single fólk og kenna því að haga sér á þessum ægilega samkeppnismarkaði. Eitt parið var sent á pikk-nikk deit og gaurinn tíndi lítið blóm og lét stelpuna fá. Hún nennti ekki að halda á blóminu og skildi það eftir og gaurinn varð svo móðgaður að hann fór og sótt blómið aftur og var bara sár og svekktur yfir þessari framkomu. Dr. Phil var sammála honum með að hún hefði tekið illa á móti þessari "gjöf" en ég var algjörlega að tengja við þessa stelpu. Afhverju er verið að setja eitthvað gildi í pínulítið blóm, hvað með alla aðra hegðun á deitinu, hvernig þau náðu saman. Nei blómið og hvernig hún umgekkst það var bara einhver "dílbreiker"... og já kannski það... fyrir hana því ég gæti amk. ekki hugsað mér að vera með gaur sem setti svo agalega mikið sentiment í einhvern kjánalegan hlut eins og blóm sem á eftir að drepast. Og fyrir nú utan það hvað það er leiðinlegt að halda á þessu drasli, þau voru í göngutúr for crying out loud!

Ég skil ekki hvernig ég fór að því að ná mér í maka fyrst það er svona agalega erfitt skv. Dr. Phil. En kannski er íslenska leiðin bara svona skotheld. Fyllerí og rugl. 


Ég ætla í keisara

... og þegar ég segi fólki frá því rekur það oftar en ekki upp stór augu. Eins og það sé einhver skylda að reyna við eðlilega fæðingu. Ég er reyndar búin að reyna við hana, var í u.þ.b. 3 sólarhringa að bíða eftir að eitthvað gerðist, með dripp og verki og á endanum með epidural, en ekkert gerðist. Útvíkkun stoppaði í 6. Sú meðganga endaði s.s. með keisara og einmitt vegna þessara viðhorfa fannst mér svolítið eins og mér hefði mistekist. Ég sem ætlaði ekki einu sinni að þiggja verkjalyf og gera þetta allt eitthvað svo náttúrulega og njóta þess að geta sagt "iss þetta var ekkert mál" - eins og mér fannst að maður ætti að segja.

Jæja, barnsfæðingar eru heilmikið mál. Ég fékk að vera viðstödd fæðingu systur minnar 2 árum eftir keisarann minn og það var fríkað. Ég horfði líka á keisaraskurðinn í þættinum Fyrstu sporin og bara ruggaði mér því þetta var svo hrikalegt eitthvað og auðvitað rifjaðist móðursýkin og hræðslan upp fyrir mér frá því að ég fór.

Bottom line er að mér finnst ég ekki vera að missa af neinu með því að ætla að plana keisarann núna. Ég veit hverju ég á von á, ég veit að ég verð lengur að jafna mig, ég veit að þetta er inngrip. En mér finnst samt bara ágætt að geta tekið þessa ákvörðun og verið alveg sama hvað öðru fólki finnst um hana. Það er aldrei að vita nema ég skipti um skoðun... en þá verður það líka vegna þess að ÉG er að skipta um skoðun en ekki að fylgja skoðunum fólksins sem hváir með hneikslunarsvip "nú?  af hverju?" eða "langar þig ekki til að prófa hitt?" 

 


mbl.is Valkeisarafæðingar færast í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

blogglöt

Ég er bara dottin út úr þessu eitthvað. Skrapp norður og leiðist svo að vera ekki í nákvæmlega minni tölvu og á mínu neti að ég spilaði eiginlega bara bubbles allan tíma á milli þess sem ég horfði á sjónvarpið. Jú ég fór reyndar í réttir líka sem var mjög skemmtilegt. Svo var ég að glíma við gremjuna í sjálfri mér - velti henni fyrir mér fram og til baka því ég vissi að ég átti ekki að hafa hana en var samt endalaust að velta mér upp úr henni, reyna að finna ástæðuna fyrir því að ég væri svona gröm og svo framvegis. Sagði mér 100 sinnum að manneskjan sem ég væri gröm út væri bara með bresti eins og ég, ófullkomin eins og ég en samt fór þetta ekki frá mér. Fór að hugsa aftur í tíman hvort gremjan væri djúpstæðari en bara akkúrat þarna og finnst ég hafa komist að raun um að svo sér. Fattaði svo á endanum að ég er gröm vegna þess að tiltekin manneskja var ekki að hegða sér eins og hentaði mér, aðstæður voru ekki eins og hentaði mér og að ég er bara mega frek, eins og venjulega. Nú er þetta ekki að plaga mig eins mikið en þetta var samt svolítið óþægileg uppgötvun að fatta að mér mislíkar svona við einhvern. Að sama skapi er ekki hollt að eyða svona mikilli orku í gremju sem enginn veit af nema maður sjálfur.

Annars er ég bara rosalega meyr þessa dagana. Allir búnir að vera rosa góðir við mig, mamma og tengdamamma búnar að svoleiðis hrúga í mig fötum frá Barcelona- og Parísarferðum svo ég þurfi nú ekki að vera ólétt og allsber fram í janúar. Síðast þegar ég var ólétt var ég frekar crappy bara, hékk inni og fór bara út í sömu fötunum yfirleitt. Það verður sko ekki málið núna, ég fæ að njóta þess að klæða mig og vera á meðal fólks í fötum sem ég skammast mín ekki fyrir að vera í. 

Það er svolítið kjánalegt að vera mjór með bumbu. Mér fannst ég ekki kjánaleg í laginu þegar ég var feit og ólétt - þetta bara fittaði einhvern veginn saman. Núna skil ég hvað mamma mín átti við þegar hún kallaði þetta ástand "afmyndun á líkamanum", þ.e.a.s. óléttuna. Ég er nú samt frekar gordjöss þrátt fyrir að vera svona "afmynduð". 


Bumba bumba

Þessi mynd er ekki ný og ég er ótrúlega löt við að taka myndir af mér - sérstaklega í ljósi þess að ég á fínar græjur í þetta og ætla mér ekki að vera í þessu ástandi mikið oftar. Maður mætti alveg tríta þetta með aðeins meira respect!

Copy of IMG_1620 En þessi mynd er sum sé tekin 16. ágúst - ég er sett 18. janúar svo þarna er ég 5 mánuðum frá áætluðum degi. 

Krílríkur lætur á sér bera sem aldrei fyrr þessa dagana og hefur einstakt lag á því að meiða mig með því t.d. að sparka í blöðruna þegar ég er í spreng, einstaklega lúalegt trikk.

IMG_1627

 

 

 

Hér er önnur tekin 27. ágúst - fyrsti skóladagurinn hjá dótturinni og spenningurinn ekki lítill.


Mynd af svíninu

Hvað er það annað en kvenfyrirlitning hjá Repúblikönum að ota þessari miðaldra, hvítu-karla drag-drottningu framan í kjósendur.

piglipstick__oPt Sem femínisti og mannvera vona ég að þessi kona nái aldrei neinum völdum neinsstaðar. Hún stendur fyrir allt sem er að (að mín auðmjúka mati) í vestrænu samfélagi. Pro-guns, pro-teenage weddings, pro-chastity, pro-war og anti-common sence. Hún er nákvæmlega svín með varalit ... samt svín þótt hún sé fín. Samt karl þótt hún sé kona.

 

Tek það fram að ég hef ekkert á móti karlmönnum, þeir eru fínir. Ég hef heldur ekkert á móti kvenmönnum, þeir eru fínir líka. Ég er bara á allt annarri skoðun en þetta fólk.


mbl.is Sakaður um kvenfyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drusla get ég verið

Já það er nefnilega þannig að ef maður stundar kynlíf fyrir hjónaband er maður automatískt drusla. Í mínu tilviki var það kannski réttnefni í eina tíð en ég þekki fullt fullt af fólki sem stundaði kynlíf fyrir hjónaband án þess að geta kallast druslur, þar má t.d. nefna foreldra mína sem stunduðu þetta villt og galið saman frá 17 ára aldri og giftu sig ekki fyrr en ég var orðin 11 ára.

Ég er heldur ekki sammála Brand sem segir að smá kynlíf skaði engan - kynlíf getur skaðað helling ef rangt er farið með það. En aukin þekking leiðir til færri "mistaka" í kynlífinu og skárra þykir mér að fólk stundi mikið en öruggt kynlíf en að það láti taka sig óvarið í rassgatið til þess að geta kallað sig hreina mey. Er þá ekki betra að vita eitthvað um það sem maður er að gera og njóta þess bara að gera það á öruggan hátt?

Og hvað er málið með að frægt fólk þurfi að tilkynna það sérstaklega að það ætli ekki að stunda kynlíf? Mér finnst þessi meydómur orðinn eins og auglýsingabrella - "kæru foreldrar, við stöndum fyrir hin hreinu, kristilegu gildi, otið okkur að börnunum yðar, - kveðja Jónas-bræður og Disney companíið" 

Að því sögðu þá hvet ég ykkur öll til hreinlífis, minni á að skírlífi er besta vörnin gegn ótímabærri þungun og kynsjúkdómum og þið ættuð öll að skreppa í kirkju eða lesa í biblíunni eftir að hafa lesið þennan sorafulla pistil. 


mbl.is Ekkert kynlíf fyrir hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar krónur?

Í þessari frétt stendur m.a. "Eftir að hafa eytt tveimur áratugum og 473 þúsund milljörðum íslenskra króna nálgast sú stund er þeir 5000 vísindamenn frá tæplega 40 löndum sem hafa lagt hönd á hið risavaxna verkefni komist að einhverri niðurstöðu."

Og þá veltir maður því fyrir sér... afhverju í ósköpunum eiga vísindamenn svona mikið af íslenskum peningum? 

 

Skal segja ykkur öllum hvaðan þessi brandari er stolinn á fimmtudaginn. 


mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér er ég, hér er ég

Marilyn
Marilyn
... bara allt fínt, en þú?

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband